skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HallfrÓT ch. 9

Hallfreðar saga (in ÓT) 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HallfrÓT ch. 9)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga (in ÓT)
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Einn dag um vorið er Hallfreður vandræðaskáld var fyrir
konungi mælti hann: "Leyfi vildi eg þiggja af yður herra að
sigla í sumar kaupferð suður til Haleyrar."Konungur mælti: "Eigi skal það banna þér. En svo segir mér
hugur um að eigi munir þú ófúsari aftur koma til mín en nú
ferð þú í brott og mart mun áður líða yfir hagi þína."Hallfreður svarar: "Til þess verður nú að hætta."Eftir það bjóst Hallfreður og sigldi til Danmerkur sem hann
hafði ætlað. Hann hafði spurn af Sigvalda jarli að hann var
höfðingi mikill. Hallfreður kom á fund hans og sagðist hafa
ort um hann kvæði. Jarl spurði hver hann væri. Hallfreður
sagði nafn sitt.Jarl mælti: "Ert þú skáld Ólafs konungs Tryggvasonar?""Svo er," sagði Hallfreður, "og vildi eg nú hljóð fá að
flytja kvæðið."Jarl svarar: "Hví mun oss það eigi sæmilegt er Ólafur
konungur lætur sér vel líka?"Hallfreður færði kvæðið. Það var flokkur. Jarl þakkaði honum
og gaf honum gullhring þann er vó hálfa mörk og bauð honum
með sér að vera.Hallfreður svarar: "Hafið þökk fyrir boðið herra. En eg á
erindi til Svíþjóðar og verð eg þó fyrst að venda aftur til
Noregs þá er eg verð liðugur."Jarl bað hann gera sem hann vildi.Að áliðnu sumri sigldi Hallfreður sunnan til Víkurinnar og
fékk storm veðurs. Brutu þeir skipið austan fjarðar og týndu
fé öllu. Fór Hallfreður þaðan til Konungahellu og dvaldist
þar um hríð.Svo bar til einn dag er Hallfreður gekk út að maður kom í mót
honum. Kvaddi hvor annan og spurði Hallfreður hver þessi
maður væri.Hann svarar: "Eg heiti Auðgísl, gauskur maður. Á eg á
Gautlandi bú og konu en þó er eg nú að kominn vestan af
Englandi. Skortir mig eigi auð. Eða ertu Hallfreður
vandræðaskáld?"Hann kvað svo vera.Auðgísl mælti: "Eg hefi spurt að þú hefir verið í skipsbroti
og ert nú orðinn mjög svo öreigi og féþurfi. Nú mun eg slá
kaupi við þig að þú far með mér austur á Gautland til
veturvistar. En eg skal gefa þér tíu merkur silfurs til
fylgdar því að mér er sagt að þín fylgd sé vel kaupandi en
vegurinn er kallaður ekki hreinn og setjast af því margir
aftur þeir er fara vildu."Hallfreður svarar að hann vill þenna kost. Eftir það bjuggust
þeir og höfðu klyfjaða fimm hesta og einn lausan. Fóru síðan
austur á markir tveir saman.Og einn dag sáu þeir að maður fór í móti þeim. Sá var mikill
og styrklegur. Þeir spurðu hver hann væri.Hann svarar: "Eg heiti Önundur. Eg er sænskur að ætt og nú
austan að kominn. Eða hvert ætlið þið að fara?"Þeir sögðu honum.Önundur mælti: "Vandfært er mjög er austur sækir á skóginn,
þeim er ókunnigt er. Geta þess og sumir menn að ekki farist
vel þeim mönnum vegurinn er með fé fara. En þó varð eg við
engan háska var og er það eigi mark því að mér eru hér allar
leiðir kunnar og veik eg hjá alls staðar þar er
spellvirkjabælin eru vön að vera. Nú mun eg ráðast til ferðar
með ykkur ef þið viljið gefa mér leigu nokkura."Auðgísl svarar: "Lítið er mér um það. Veit eg eigi hver þegn
þú ert."Hallfreður var heldur eggjandi að þeir tækju við honum og það
varð. Skyldi hann hafa tólf aura silfurs í leigu. Hallfreður
var þá sem þroskamestur. Hann var bæði mikill maður vexti og
afrendur að afli, hraustur og skjótur til áræðis. Auðgísl var
við aldur og ekki styrkur maður. Þeir fóru nú leið sína og
voru þrír saman. Önundur fór fyrir um daginn og komu að
sæluhúsi nokkuru um kveldið.Þá mælti Hallfreður: "Nú munum vér eiga þrenn verk fyrir
höndum og skaltu Önundur viða heim til eldibranda oss, þú
hefir öxi mikla í hendi, en Auðgísl skal gera eld en eg mun
taka vatn."Önundur svarar: "Það mun best að viða heim ótæpilega til
hússins því að hér kunna oft menn að koma og þurfa eldivið."Hallfreður kvað það vel mælt.Auðgísl mælti: "Heldur vil eg sækja vatnið en þú gerir
eldinn.""Látum svo þá," sagði Hallfreður.Þeir fóru nú, Auðgísl að sækja vatn en Önundur eftir viðinum
en Hallfreður sló eld og tendraðist eigi skjótt. Þótti honum
og þeir og verða heldur seinir til hússins. Hallfreður hafði
leyst af sér beltið og kastað á háls sér. Var þar við
tygilhnífur mikill sem þá var mönnum títt að hafa og lá
hnífurinn aftur á bak Hallfreði er hann lagðist niður að
kveikja eldinn. Þá kom Önundur inn með viðinn og kastaði
honum skjótt niður en hann snaraði að Hallfreði sem harðast
með reidda öxina og hjó til hans tveim höndum um þvert bakið.
Kom öxin í hnífinn og skeindist Hallfreður lítt tveim megin á
hrygglundunum er öxarhyrnurnar námu. En í því er hann heyrði
að öxin reið að honum fékk hann það fangaráð að hann greip
hið neðra til fótanna Önundi.Hét Hallfreður þá á guð og mælti: "Dugi þú nú Hvíta-Kristur
að eigi stígi sjá mann fjandi yfir mig ef þú ert svo máttugur
sem Ólafur konungur lánardrottinn minn segir."Og með guðs miskunn og gift Ólafs konungs er jafnan stóð yfir
honum þá gat hann rést upp með Önund og rak hann niður fall
svo mikið að hann lá í óviti og hraut öxin úr hendi honum.
Hallfreður brá litlu saxi er hann var gyrður með undir
klæðunum. Vitkaðist þá Önundur. Hallfreður spurði hvort hann
hefði drepið Auðgísl. Hann kvað svo vera. Hallfreður lagði
saxinu í gegnum hann, dró hann síðan út og byrgði húsið.
Ætlaði Hallfreður þá að taka á sig náðir en þess gerðist
varla kostur því að Önundur braust á hurðina fast en
Hallfreður stóð við innan. Gekk því allt til dags.Um morguninn fann Hallfreður Auðgísl drepinn við brunninn.
Tók hann af honum hníf og belti og hafði með sér. Það voru
góðir gripir. Síðan gróf hann Auðgísl. Sá Hallfreður þá að
Önundur mundi verið hafa spellvirki og drepið menn til fjár
sér. Var hús það mjög svo fullt af fé og alls konar varningi.Þá kvað Hallfreður vísu:Ól eg, þar er aldrei véla

auðgildanda vildag,

hyrjar njót á hvítu

hrafnvíns fé mínu.

Vann eg til góðs fyrir grenni

gunnmárs, sem eg kunni,

en fúrskerðir færði

fjörtál að mér hjörva.


Síðan fór Hallfreður austur á fjallið og varð eigi greiðfært
því að hann kunni illa leiðir. Og að kveldi eins dags heyrði
hann viðarhögg fram á skóginn fyrir sig. Reið hann þangað
eftir. Því næst fann hann rjóður í skóginum og var þar maður
fyrir og felldi við. Þessi maður var mikill og þreklegur,
rauðskeggjaður, skolbrúnn og heldur illmannlegur. Sá heilsaði
honum og spurði hver hann væri. Hallfreður sagði til sín og
spurði í móti hver hann væri."Eg heiti Björn," segir hann. "Bý eg hér fyrir austan
skóginn. Far þú til gistingar með mér. Eg á húsakynni góð og
má eg vel varðveita að varningi þínum."Hallfreður þá boð hans og fór með honum því að Hallfreði var
þar ókunnigt um byggðir. En nokkuð þótti honum bóndi
grunsamlegur. Sýndust Hallfreði fékrókar í augum hans. Björn
var allbeinn við hann um kveldið. Var þar margt manna. Og er
til rekkna var farið lá bóndi og húsfreyja í lokhvílu einni.
Þar voru tvær rekkjur. Var Hallfreði skipað í aðra. En er þau
höfðu niður lagist þá var skotið aftur lokhvíluhurðinni og
sett á hespa fyrir framan. Hallfreður grunaði Björn því meir.
Hann hafði ekki farið af klæðunum. Stóð hann upp við
fótaþilið og brá sverðinu konungsnaut. Í því bili lagði Björn
í rúmið en Hallfreður hjó hann þegar banahögg. Húsfreyja
hljóp upp æpandi. Hét hún á heimamenn, bað þá duga til og
höndla þenna glæpamann er drepið hafði bónda hennar
saklausan. Stóðu menn þegar upp. Var þá kveikt ljós og lokið
upp hvílugólfinu. Hallfreður bjóst til varnar en húsfreyja
bar klæði á vopn hans. Var hann þá handtekinn og fjötraður.Síðan sendi húsfreyja orð þeim manni er hét Ubbi og var
kallaður Blót-Ubbi. Vildi hún taka ráð af honum hvað gera
skyldi við þenna hinn útlenda mann er drepið hafði bónda
hennar. En hann lagði það til að hann væri færður á þing og
þar dæmt um mál hans af öllum samt byggðarmönnum. Bróðir Ubba
hét Þórar. Hann var auðigur maður og réð mestu í því héraði.
Dóttir Þórars hét Ingibjörg. Hún var vitur kona og hinn mesti
kvenskörungur. Þá konu hafði Auðgísl átta.Nú var fundur stefndur. Kom Þórar þar og Blót-Ubbi. Þar kom
og Ingibjörg dóttir Þórars. Var þá talað um mál þessi. Kom
það helst ásamt með þeim að glæpamaður þessi hinn útlendi
mundi hafður vera til blóta.Þá mælti Ingibjörg: "Mun eigi ráð að hafa mál og tíðindasögn
af manni þessum er um langan veg er að kominn áður hann sé
til dauða dæmdur fullkomlega?"Þórar svarar: "Það mun enn lýsast sem jafnan að þú ert vitrari
en þeir aðrir sem hér eru saman komnir. Gakk þú nú til hans
og vit hvað manna hann er eða hvað hann kann segja."Hún gekk til þar sem Hallfreður sat bundinn harðlega og
spurði hver hann væri. Hallfreður nefndi sig og sagðist vera
íslenskur maður."Ert þú Hallfreður vandræðaskáld?" sagði hún.Hann sagði svo vera.Ingibjörg mælti: "Hvað dró þig til, kristinn mann og hirðmann
Ólafs konungs, að rekast austur hingað í heiðni vora einn
saman?"Hann hóf þá upp sögu alla og sagði henni um ferðir sínar frá
því er hann sigldi um sumarið til Danmerkur og allt þar til
er hann tók gisting að Bjarnar."Nú fóru skipti okkur Bjarnar," segir Hallfreður, "svo sem
vita má að eg drap Björn og þó eigi fyrr en hann veitti mér
sviklegt tilræði. En ef þú ert, sem eg ætla, sú Ingibjörg er
Auðgísl sagði mér að væri húsfreyja hans þá hefi eg hér nú
ekki annað til míns vitnisburðar, að saga mín er sönn, en
hníf og belti er eg tók af Auðgísli dauðum því að alla aðra
peninga þá er eg fór með tók Björn í sína varðveislu um
kveldið er eg kom til hans. Og kom Auðgísli fyrir lítið að
hafa mig dýrt leigt til ferðar með sér ef eg skyldi eigi
hefna dráps hans en fjörráða við mig."Sýndi hann henni þá gripina.Hallfreður kvað þá vísu:Svo hef eg hermila harma,

hnig-Baldr, í gný skjalda,

baugs erum svipt að sveigi,

sárlinns, rekið minna

að lofhnugginn liggja

lét eg sunnr í dyn Gunnar,

ek um hefndi svo okkar,

Auðgísl bana dauðan.


Ingibjörg kvaðst gerla kenna þessa gripi, að Auðgísl hafði
átt. Spurði hún vandlega að hversu farið hafði með þeim
Önundi.Hallfreður kvað:Ek brá elda stökkvi

ölna skeiðs af reiði,

lagði eg hendr að hundi,

hundgeðjuðum undir.

Stendr eigi sá sendir

síðan Hlakkar skíða,

bál rauð eg Yggjar éla,

éls við þjóð á vélum.


Ingibjörg mælti: "Sjá mun vera sönn saga því að Björn hefir
lengi um grun búið. Skaltu nú fyrst fara heim með mér en
síðan skal eg reyna sannsögli þína."Nú fór Hallfreður með henni og var hann þrekaður mjög af
harðri knúskan og böndum. En Ingibjörg lét skjótt næra hann.
Ingibjörg og Þórar faðir hennar fóru til bæjar þess er Björn
hafði átt. Voru þar allir peningar þeir er Hallfreður hafði
með farið og Auðgísl hafði átt. Tók Ingibjörg það fé allt til
sín því að þau Auðgísl áttu ekki barn. Síðan sendu þau menn á
fjallið og reyndist það allt sannindi sem Hallfreður hafði
sagt. Var þá flutt fé það allt til byggða er Önundur hafði
saman dregið. Var það þá samþykkt af öllu byggðarfólki og
dæmt eftir lögum þeirra að Hallfreður ætti fé það allt er
hann hafði svo drengilega til unnið. Var það allt mikill
auður.Hallfreður var með Ingibjörgu vel haldinn og héldu landsmenn
brátt mikið tal af honum. Ingibjörg var bæði vitur kona og
væn að sjá. Var hvort þeirra Hallfreðar öðru vel hugþokkað.
Leið eigi langur tími áður Hallfreður vakti bónorð sitt við
hana og bauðst henni til bónda.Hún svarar: "Margt er í því vænlegt en þó eigi séð fyrir
allri gegningu þar um. Þú ert maður skírður og hér útlendur
en hér eru blót mikil og munu menn ekki þora að þú haldir
þann sið sem þú hefir áður játað en í annan stað eigi víst að
þér dugi vel ef þú fellir niður þann átrúnað, en líklegur
ertu til góðrar forustu. Nú far þú á fund föður míns og leita
við hann þessa mála."Hallfreður gerði svo. Töluðu þeir þetta mál með sér og kom
allt ásamt með þeim. Lauk því svo að Hallfreður fékk
Ingibjargar og settist í bú með henni. Skorti þar eigi auð
fjár. Dvaldist hann þar um hríð og undi vel ráði sínu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.