This is a backup server for skaldic.abdn.ac.uk. Any changes made here will be lost.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous Sturlunga (Stu)

not in Skj

prose works

Þórðar saga kakala (ÞKak) - 50

Þórðar saga kakalaÞKakIV

Not published: do not cite (ÞKakIV)

18 — ÞKak ch. 18

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (ÞKak ch. 18)

er frá því segja Þórður reið á Arnarvatnsheiði drottinskvöldið og reið þá annan dag vikunnar allt byggðinni í Vatnsdal en um nóttina, er myrkva tók, ofan í dalinn. Var þá tekinn fyrst bær á Haukagili og hafði hann þá fréttir heima voru bændur allir í dalnum. Var þá skipt liði í sveitir. Var Ásbjörn fyrir sveit einni og með honum en fyrir annarri var Teitur Styrmisson og Svarthöfði Dufgusson. Þar var og Egill Sölmundarson og Einar Ásgrímsson. Voru þá átján menn í hverri sveit. Var þá umræða hvert hvorir skyldu fara. Vildu allir í Hvamm síst fyrir sakir vinsælda Þorsteins. Þórður kvað það maklegast hann færi þangað er öðrum væri minnst um en þó veit eg eigi, segir hann, þann mann fyrir norðan land eigi sómi mér betur yfir standa en Þorsteini Jónssyni. Fóru þeir Teitur og Svarthöfði með sveit sína á Másstaði. Gestir skyldu ríða til Hofs og svo ofan fyrir vestan ána á Breiðabólstað og taka þann mann er Hallvarður hét og var Jósepsson og ríða svo ofan til Hólavaðs og skyldu menn þar finnast. er þar fyrst frá segja er Þórður reið í Hvamm og kom þar nokkru fyrir sólarroð. Voru þar byrgðar hurðir allar en ekki manna á fótum. Skipuðust menn þá fyrir dur allar en Hákon galinn hljóp á hurðina fyrir þeim durum er næstar voru kirkju og braut upp og við það vöknuðu heimamenn. Hljóp þá prestur upp og út í dyrin en þeir Hrafn og Nikulás tóku hann og báðu hann út ganga. Hann færðist milli hurðarinnar og veggjarins og vildi eigi út ganga. Og í því þá kom Mörður í dyrin og lagði út og enn fleiri menn með vopnum. Í því hrukku þeir Hrafn út en hann varð laus presturinn og þá sóttu þeir en hinir vörðust. Í því kom Þórður og bað þeir skyldu ganga inn skörulega. maður gekk fyrstur inn er Almar hét og jafnfram honum Kolbeinn grön en Þórður sjálfur og Hrafn og Nikulás gengu inn allir jafnsnemma. Þá hrukku þeir Mörður úr durunum og í skálann. Eyjólfur varð seint vaktur og vaknaði hann eigi fyrr en þeir Mörður hrukku í skálann. Þá mælti Bárður prestur: Leitum til þeirra dura er til fjalls eru því þar voru engir menn fyrir áðan. Og svo gerðu þeir. Og er þeir komu durunum var þar enginn fyrir. Hljóp Bárður prestur út, tók sér hest með söðli. Hann bað Eyjólf hlaupa á bak hestinum og ríða í fjallið sem skjótast en mér mun við engu hætt, segir hann. Hljóp Eyjólfur þá á bak og reið undan. En er þeir Þórður komu í skálann þá fékk Mörður áverka og komst við það út. Þá komu menn Þórðar og særðu hann. Féll Mörður þá. Þorsteinn bóndi komst og út og varð handtekinn. Var honum fylgt á fund Þórðar. Þorsteinn bað sér griða en Þórður kvað þá hafa skyldu þau grið sem þeir létu hafa Sighvat föður sinn á Örlygsstöðum. Þorsteinn kvað eigi Sighvat þar drepinn mundu vera ef hann hefði þar mestu um ráðið en kvaðst vilja bjóða Þórði alla hluti til lífs sér, þá er honum sómdu vel, en biðja ekki griða sér svo, Þórði væru leiðindi í því. Áttu þá margir hlut og voru tillagagóðir. Ingunni húsfreyju fór og allskörulega. Þórður segir Þorsteinn skyldi grið hafa. Eftir það gekk Þórður til og sagði eigi voru þeir fleiri í Norðlendingafjórðungi er hann hefði við verr haft áður en hann fór utan en eigi skyldi hann það meir ánýja en tak vopn þín og klæði og far með mér. Og svo gerði Þorsteinn. Eftir það gekk Þórður upp á völlinn og spurði hver þar lægi. Honum var sagt þar var Mörður Eiríksson. Þórður bað Hrafn til ganga og sjá hve mjög hann var sár. Hrafn gekk til og spurði sárum Marðar en hann lést vera græðandi og beiddi sér griða. Hrafn kvað honum einsætt búast svo við sem hann mundi eigi grið hafa. Mörður spyr fyrir hvað Þórður var honum svo gramur svo vel sem með okkur hefir verið. Hrafn segir hann mundi vita það honum hefðu kenndir verið áverkar við þá feðga á Örlygsstöðum. Mörður kveðst eigi sannur því. Hrafn fór þá og segir Þórði Mörður var græðandi. Þórður bað þann mann er Árni hét vega honum og svo gerði hann. Hann var Eiríksson. Bjarni hét maður, hann var Húnröðarson. Hann var særður til ólífis. Á þremur mönnum var þar öðrum unnið. Þorsteinn fór með Þórði. Reið hann þá ofan eftir dal. Þeir Teitur og Svarthöfði komu á Másstaði, skutu þegar stokki á dur og brutu upp hurðina. Hljópu þeir síðan í skálann. Helgi hljóp upp í því er hann varð var við ófriðinn og ætlaði til duranna. Hann var allra manna knástur. Hratt hann þeim af sér svo þeir hrukku í setin af honum. Í því gat Svarthöfði tekið hann. Helgi beiddi sér griða og hafði þá fengið áverka. Þeir segja engi kostur mundi griða vera, báðu hann rannsaka ráð sitt og tala við prest og svo gerði hann. Eftir það var Helgi leiddur út og maður honum er Álfur hét og var Þorgilsson. Síðan rændu þeir hrossum og því sem innan gátta var og riðu þaðan út til Giljár og tóku þeir þar Einar Hallsson. Var höggvin hönd af honum og særður mörgum sárum öðrum. Rændu þeir þar og riðu þeir eftir það til Hólavaðs. Var Þórður þar kominn og svo Ásbjörn. Þeir Ásbjörn höfðu rænt öllu á Breiðabólstað öðru en ganganda fé. Hallvarður hafði undan komist en Lær-Bjarni var særður til ólífis. Á höfðu þeir unnið fleirum mönnum. Reið þá Þórður vestur og allur flokkurinn. Var þá víða rænt því sem fyrir varð þar til er þeir komu í Miðfjörð. Þar lét Þórður engu ræna. Reið hann þá vestur til Hrútafjarðar um kveldið. Tvennir voru þeir hlutir er Þórður bauð mestan varnað á, þeir skyldu eira konum og kirkjum. Reið Þórður þá vestur til Dala og svo til Saurbæjar. Þaðan fór hann út til Skarðs. Þaðan hvarf Þorsteinn Jónsson aftur og vann Þórði áður trúnaðareið. Skildu þeir þá með vináttu. Fór Þórður þá aftur í fjörðu og til bús síns á Mýrar. En er Eyjólfur Þorsteinsson komst í burt reið hann norður á Flugumýri og segir Kolbeini þessi tíðindi. Kolbeinn stefndi þegar saman mönnum og efldi setur. Hafði hann ávallt einhverjar það sem eftir var sumars. Þótti honum þá skjótara til eftirreiðar ef nokkur illvirki væru ger á héruðum hans.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.

This is a backup server for skaldic.abdn.ac.uk. Any changes made here will be lost.