This is a backup server for skaldic.abdn.ac.uk. Any changes made here will be lost.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous Sturlunga (Stu)

not in Skj

prose works

Íslendinga saga (Ísls) - 2469

Íslendinga sagaÍslsIV

Not published: do not cite (ÍslsIV)

97 — Ísls ch. 97

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Ísls ch. 97)

Sturla Sighvatsson fór utan um sumarið Gásum og nokkurir menn með honum. Hann varð síðbúinn og tók Noreg fyrir norðan Stað og hélt til Borgundar. Þar var þá fyrir Álfur af Þornbergi mágur Skúla hertoga. Hann tók allvel við Sturlu og bað hann þar bíða þess er hertoginn kæmi norðan og sagðist vilja koma honum í vináttu við hertogann. Sagði Álfur Sturlu hertoginn mundi gera hann hinum mesta sæmdarmanni, slíkt afbragð sem hann var annarra manna, en kallaði hertogann vera hinn mesta vin Íslendinga og þó mestan Sturlunga. Sturla vildi ekki annað en fara suður til Björgvinjar á fund Hákonar konungs. En þó var sundurþykki mikið með þeim mágum og drógu þeir þá lið saman slíkt er þeir fengu. Þeir fundust um haustið í Björgvin og sættust og þótti hertoganum sér þá heldur erfitt veita sættin. Þetta var kallað hákarlahaust. Þá var Sturla í Björgvin og svo öndverðan vetur. Síðan réð hann til suðurferðar og fór hann til Danmerkur og fann þar Valdimar konung hinn gamla og tók hann allvel við honum. Var hann þar um hríð. Gaf Valdimar konungur honum hest góðan og enn fleiri sæmilegar gjafir og skildu þeir með hinum mesta kærleik. Fór Sturla þá suður í þýðeskt land. Hann fann þar Pál biskup úr Hamri og voru þeir allir samt í för út í Róma og veitti biskup Sturlu vel föruneyti og var hinn mesti flutningsmaður allra hans mála er þeir komu til páfafundar. Páll biskup fór fyrir því út til páfa hann varð missáttur við Hákon konung. Deildu þeir um Eyna helgu er liggur í Mjörs. Sturla fékk lausn allra sinna mála í Rómaborg og föður síns og tók þar stórar skriftir. Hann var leiddur á millum allra kirkna í Rómaborg og ráðið fyrir flestum höfuðkirkjum. Bar hann það drengilega sem líklegt var en flest fólk stóð úti og undraðist, barði á brjóstið og harmaði er svo fríður maður var svo hörmulega leikinn og máttu eigi vatni halda bæði konur og karlar. Þeir Páll biskup og Sturla fóru báðir í Norðurlönd og skildu með hinum mesta félagsskap. Veitti hvor öðrum góðar gjafir. Fann Sturla Hákon konung í Túnsbergi og tók hann allvel við honum og dvaldist hann þar lengi hinn síðara vetur er hann var í Noregi og töluðu þeir konungurinn og Sturla jafnan.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.

This is a backup server for skaldic.abdn.ac.uk. Any changes made here will be lost.