This is a backup server for skaldic.abdn.ac.uk. Any changes made here will be lost.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous Sturlunga (Stu)

not in Skj

prose works

Íslendinga saga (Ísls) - 2469

Íslendinga sagaÍslsIV

Not published: do not cite (ÍslsIV)

87 — Ísls ch. 87

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Ísls ch. 87)

Þetta sumar komu þeir út á Eyrum Gissur Þorvaldsson og félagar hans þeir sem verið höfðu í Noregi um veturinn. Sögðu þeir út víg Jóns með þeim atburðum sem orðið höfðu. Reið Valgarður Guðmundarson í Reykjaholt og sagði Snorra tíðindin og þótti Gissuri hann ekki bera sér mjög söguna. En er Þorvaldur Gissurarson varð var við orðróm þann sem á lék um vígið Jóns lagði hann fund með þeim Gissuri og Snorra og á þeim fundi sór Gissur fimmtardómseið hann hefði í öngum ráðum verið með Ólafi um víg Jóns og vildi þá réttum skilnaði skilja í alla staði. Lét Snorri sér það allt vel skiljast er Gissur sagði. Fóru þau Ingibjörg þá bæði til einnar vistar og var þeirra hjúskapur jafnan óhægur og segja það flestir hún ylli því meir en hann en þó unni hún honum mikið. Þeim varð barns auðið og var það sveinn og hét Jón og lifði litla hríð. Eftir það dró til hins sama um þeirra ósamþykki og áttu þeir þó allan hlut í semja með þeim, Þorvaldur og Snorri, og gáfu þeir þeim þá til samþykkis sín tuttugu hundrað hvor þeirra og var þó sem ekki gerði. Og kom því svo skilnaður þeirra var ger því er kallað var. Guðmundur biskup fór út um sveit um sumarið. Þetta var kallað sandsumar. Þá var uppi eldur í sjónum fyrir Reykjanesi og var grasleysi mikið. En er Guðmundur biskup kom í sveit Þórðar Sturlusonar fékk hann til Sturlu son sinn fara með biskupi og skipa fólki hans á gistingar því Guðmundur biskup hafði þá með sér mikið fjölmenni. Hann var fluttur af Eyri til Bjarnarhafnar á því skipi er Langhúfur hét og á annarri ferju mikilli var flutt lið hans. En þaðan fór hann til Helgafells en þá á Eyrar til Páls prests Hallssonar. En er hann var þar kominn kom þar Sturla Sighvatsson og Kolbeinn bróðir hans og Órækja Snorrason og ruddu frá honum flestu fólki en biskup lét hann fara inn til Dala og svo norður Haukadalsskarð og svo í sýslu sína. Um haustið fór yfir land allt sótt er hettusótt var kölluð. Af henni andaðist Ingimundur Jónsson og margt annarra manna. Hann var þá í ferð með Sturlu og átti Skáney í Reykjardal hinum nyrðra.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.

This is a backup server for skaldic.abdn.ac.uk. Any changes made here will be lost.