This is a backup server for skaldic.abdn.ac.uk. Any changes made here will be lost.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous Sturlunga (Stu)

not in Skj

prose works

Prestssaga Guðmundar góða (PGG) - 33

Prestssaga Guðmundar góðaPGGIV

Not published: do not cite (PGGIV)

11 — PGG ch. 11

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (PGG ch. 11)

Guðmundur prestur gerðist þá svo mikill trúmaður í bænahaldi og tíðagerð og örlæti og harðlífi sumum mönnum þótti halda við vanstilli og ætluðu hann mundi eigi bera mega allt saman, harðlífi sitt og óyndi af andláti Þorgeirs. Hann tók heim til kennslu klerka og var það athöfn hans daglega tíða í millum kenna og rita. Hann var og kirkju mikinn hluta nátta, bæði öndverðar nætur og ofanverðar en gekk til skrifta jafnan er hann náði kennimönnum. Hann rannsakaði bækur manna og hendir af hvers bókum þar er hann kemur slíkt er hann hafði eigi áður. Öllum mönnum þótti mikils vert um trú hans og þeim öllum mest er vitrastir voru. Marga hluti tók hann þá upp til trú sér engi maður vissi einn mann áður haft hafa hér á landi. En í annað sinn þóttust menn mestan mun á hafa fundið skap hans hafði skipast vetur þann er hann var á Ströndum því þá undi hann sér hvorki nótt dag þar til er hann hitti fóstra sinn. Og kom þaðan frá við nokkuð á hverjum misserum til siðbótar honum og þar kom nær þótti hann orðinn allur annar maður í atferð sinni en fyrst þótti til horfast er hann var ungur. Það fylgdi og þessu mörg merki urðu vatnsvígslum hans og yfirsöngum svo mönnum þótti þá þegar mikils um vert og það mátti á finnast guði líkaði atferð hans. En alþýðu manna sýndist það í því hvers efni í þótti vera um atferð hans honum var það gefið kenningarnafn hann var kallaður Guðmundur hinn góði. En það varð sem jafnan er vant eigi lagði jafnt í þökk við alla þótt góðu væri til varið. Sumir þökkuðu guði, þeir er þurfandi voru og bæði höfðu gagn af honum andlegt og líkamlegt, en sumir öfunduðu það er þeir voru minni nytjamenn af meirum efnum en hann var. Og því fór fram hvert ár eytt var offri því öllu er hann tók á vetrin og gaf hann það til matar og klæða fátækum mönnum og frændum sínum og voru það sjö ómagar er hann fæddi með þessu. var bæði þess í leitað honum væri það óhægt og mætti hann minna hafast til þurftar öðrum, af þeim er hann öfunduðu, skipt var um þing við hann og hafði hann þau er féminni voru. Og þá kallaði Brandur biskup til bóka og messufata í hendur honum og ollu því öfundarmenn hans en biskup kallaði staðinn Hólum eiga arf eftir Ingimund prest. En þeir fengu hvorigu hnekkt, örlæti hans meinlætum því nakkvað bar þess til jafnan af tilstilli góðra manna hann fékk því haldið er hann hafði upp tekið. Þessi misseri varð mart tíðinda. Þá var Jórsalaborg unnin af Serkjum svo allir kristnir menn, þeir er voru, urðu annaðtveggja flýja eða voru drepnir ella og allur kristinn dómur niður brotinn. Þá dró myrkur fyrir sól um miðdegi svo margir vitrir menn ætluðu verða mundu heimsslit. Það var kallaður fellivetur. Kom grasleysa mikil og óáran um sumarið og kom ekki skip til Íslands af Noregi. Þá hafði Guðmundur sex vetur og tuttugu.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.

This is a backup server for skaldic.abdn.ac.uk. Any changes made here will be lost.