This is a backup server for skaldic.abdn.ac.uk. Any changes made here will be lost.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Laxdœla saga (Laxd) - 108

Laxdœla sagaLaxdV

Not published: do not cite (LaxdV)

42 — Laxd ch. 42

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Laxd ch. 42)

Eftir það skiljast þeir Kjartan og Bolli. Gissur og Hjalti sigla af Noregi og verða vel reiðfara, koma þingi í Vestmannaeyjar og fara til meginlands, eiga þar stefnur og tal við frændur sína. Síðan fara þeir til alþingis og töldu trú fyrir mönnum, bæði langt erindi og snjallt, og tóku þá allir menn trú á Íslandi. Bolli reið í Hjarðarholt af þingi með Ólafi frænda sínum. Tók hann við honum með mikilli blíðu. Bolli reið til Lauga skemmta sér þá er hann hafði litla hríð verið heima. Var honum þar vel fagnað. Guðrún spurði vandlega um ferðir hans en því næst Kjartani. Bolli leysti ofléttlega úr því öllu er Guðrún spurði, kvað allt tíðindalaust um ferðir sínar «en það er kemur til Kjartans þá er það með miklum ágætum segja satt frá hans kosti því hann er í hirð Ólafs konungs og metinn þar umfram hvern mann. En ekki kemur mér óvörum þó hans hafi hér í landi litlar nytjar hina næstu vetur.» Guðrún spyr þá hvort nokkuð héldi til þess annað en vinátta þeirra konungs. Bolli segir hvert orðtak manna var á um vináttu þeirra Kjartans og Ingibjargar konungssystur og kvað það nær sinni ætlan konungur mundi heldur gifta honum Ingibjörgu en láta hann lausan ef því væri skipta. Guðrún kvað það góð tíðindi «en því eins er Kjartani fullboðið ef hann fær góða konu» og lét þá þegar falla niður talið, gekk á brott og var allrauð. En aðrir grunuðu hvort henni þætti þessi tíðindi svo góð sem hún lét vel yfir. Bolli er heima í Hjarðarholti um sumarið og hafði mikinn sóma fengið í ferð þessi. Þótti öllum frændum hans og kunningjum mikils um vert hans vaskleik. Bolli hafði og mikið út haft. Hann kom oft til Lauga og var á tali við Guðrúnu. Eitt sinn spurði Bolli Guðrúnu hversu hún mundi svara ef hann bæði hennar. Þá segir Guðrún skjótt: «Ekki þarftu slíkt ræða Bolli. Engum manni mun eg giftast meðan eg spyr Kjartan á lífi.» Bolli svarar: «Það hyggjum vér þú verðir sitja nokkura vetur mannlaus ef þú skalt bíða Kjartans. Mundi hann og kost hafa átt bjóða mér þar um nokkuð erindi ef honum þætti það allmiklu máli skipta.» Skiptust þau nokkurum orðum við og þótti sinn veg hvoru. Síðan ríður Bolli heim.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.

This is a backup server for skaldic.abdn.ac.uk. Any changes made here will be lost.