This interface will no longer be publicly available from 1 September 2020. Use the new interface instead. Click here to switch over now.

Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Grettis saga Ásmundarsonar (Gr) - 2165

Grettis saga ÁsmundarsonarGrV

Not published: do not cite (GrV)

91 — Gr ch. 91

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Gr ch. 91)

Margir eggjuðu Þorstein fara á fund Haralds konungs og gerast honum handgenginn en hann tók ekki undir það. Þá mælti Spes: «Það vil eg Þorsteinn,» sagði hún, «að þú farir ekki á fund Haralds konungs því við eigum öðrum konungi meira vangoldið og þarf fyrir því hugsa. En við gerumst gömul bæði og af æskuskeiði en okkur hefir meir gengið eftir ástundan en kristilegum kenningum eða röksemdum réttinda. veit eg þessa okkar skuld mega hvorki leysa okkrir frændur fémunir utan við sjálf gjöldum skyn fyrir. vil eg breyta ráðhag okkrum og fara úr landi og á páfagarð því eg trúi þar mitt mál leysast.» Þorsteinn svarar: «Mér eru þessir hlutir jafnkunnigir sem þér er talar þú. Er það skylt þú ráðir þessu er svo gegnir vel er þú lést mig ráða er miklu var óvænlegar á stefnt og svo breyta öllu sem þú segir fyrir.» Þetta kom mjög á menn óvara. var Þorsteinn tveimur vetrum miður en hálfsjötugur og þó hraustur til allra athafna sinna. Bauð hann til sín öllum frændum sínum og tengdamönnum og gerði bera fyrir þeim ráðastofnan sína. Tóku vitrir menn vel undir það og þótti þó hinn mesti skaði burtför þeirra. Þorsteinn sagði ekki víst um afturkomu sína «vil eg þakka yður öllum,» segir Þorsteinn, «hversu þér genguð um mitt góss meðan eg var úr landi næst. vil eg bjóða yður og biðja þér takið við barna minna og þeim sjálfum og fæðið þau upp eftir því sem yðar er manndómur því eg er svo til aldurs kominn jöfn von er á hvort eg kem aftur þó eg lifi. Skuluð þér svo fyrir öllu sjá því sem eg á hér allt eftir sem eg mun ekki aftur vitja til Noregs.» Þá svöruðu menn margt væri gott til ráða «ef húsfreyja er eftir til umsjár.» Þá mælti hún: «Því fór eg utan úr löndum og úr Miklagarði með Þorsteini, og fyrirlét eg bæði frændur og fé, eg vildi eitt gengi yfir okkur bæði. hefir mér hér gott þótt. En ekki slægir mig hér til langvista í Noregi eða hér í Norðurlöndum ef hann fer á burt. Hefir og jafnan þokki með okkur verið og ekki áskilnaði orðið. munum við bæði ásamt fara því okkur er kunnigast um þá hluti marga er orðið hafa síðan við fundumst.» Og er þau höfðu þenna veg á gert um hagi sína þá bað Þorsteinn valinkunna menn skipta í sundur fénu í helminga. Tóku frændur Þorsteins þann helming er börnin skyldu eiga og fæddust þau upp með föðurfrændum sínum og urðu síðan hinir mestu þroskamenn og er mikil ætt frá þeim komin þar í Víkinni. En Þorsteinn og þau Spes skiptu í sundur sínum hlut fjárins og gáfu sumt til kirkna fyrir sál sinni en sumt höfðu þau með sér. Réðust þau til Rómferðar og báðu margir vel fyrir þeim.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.

This is a backup server for skaldic.abdn.ac.uk. Any changes made here will be lost.