This is a backup server for skaldic.abdn.ac.uk. Any changes made here will be lost.

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

login: password: stay logged in: help

Anonymous íslendingasögur (Anon)

not in Skj

prose works

Flóamanna saga (Flóam) - 40

Flóamanna sagaFlóamV

Not published: do not cite (FlóamV)

6 — Flóam ch. 6

edition interactive full text transcriptions old edition references concordance grammar quiz

 

Cite as: Not published: do not cite (Flóam ch. 6)

Flosi Þorbjarnarson móðurbróðir Eyrar-Lofts drap þrjá sýslumenn fyrir Haraldi konungi hárfagra og fór eftir það til Íslands. Hann nam land fyrir austan Þjórsá, Rangárvöllu alla hina eystri austur frá Rangá. Hans dóttir var Ásný móðir Þuríðar er átti Valla-Brandur. Son þeirra var Kolbeinn, faðir Þórunnar, móður Lofts prests, föður Jóns, föður Sæmundar, föður Margrétar, móður Brands, föður Kálfs. Össur hét maður hinn hvíti, son Þorleifs úr Sogni. Össur víg í véum á Upplöndum þá er hann var í brúðferð með Sigurði hrísa. Fyrir það varð hann landflótti til Íslands og nam fyrst öll Holtalönd á milli Þjórsár og Hraunslækjar. Þá var hann fimmtán vetra er hann vígið. Hann fékk Hallveigar dóttur Þorviðar. Þeirra son var Þorgrímur kampi. Hann var faðir Össurar, föður Þorbjarnar, föður Þórarins, föður Gríms Jórusonar. Össur bjó í Kampholti. Hann andaðist þá er Þorgrímur var ungur. Þá tók við fjárvarðveislu Hrafn móðurbróðir hans. Böðvar hét maður. Hann var leysingi Össurar. Hann bjó á Böðvarsstöðum við Víðiskóg. Honum gaf Össur hlut nokkurn í skóginum, mælti svo fyrir hann skildi sér skóginn ef misdauði þeirra yrði og ætti Böðvar engan erfingja eftir. Örn hét maður. Hann bjó í Vælugerði. Hann átti Þorgerði Baugsdóttur, systur Steins snjalla í Snjallshöfða. Erni varð vant um haustið sex tiga geldinga og hefir eigi góðan róm á Böðvari og ber á brýn honum hann muni tekið hafa. Böðvar duldi þess og unni honum engra bóta fyrir, þóttist sitja í trausti ríkra manna er Hrafn var Þorviðarson, frændi Eyrar-Lofts. Um vorið stefnir Örn Böðvari um stuld. Þykist Böðvar sér eigi einhlítur um vörn málsins og sækir Atla Hallsteinsson því hann var honum nær en Hrafn og tjáir honum málið. Atli segir eigi örvænt menn finni gagnsakir í máli Arnar. Eftir það tók Atli við öllu Böðvars með handsölum. Stendur svo til þings. Á þingi er mál búið til sóknar á hendur Böðvari og kom málið í dóm. Þá gekk dómum Atli með fjölmenni og bað Örn fella niður málið «ellegar mun eg ónýta það fyrir þér.» Örn kvaðst ætla eigi mundi ónýtt verða nema með ofríki. «Má vera,» segir Örn, «að torsótt verði eiga við jarlborna menn sem þú ert Atli. Hygg eg meir eyðir þú málið fyrir fégirni þína en réttindi sem frændur þínir hafa gert.» Við þessi orð varð Atli reiður mjög og eyðir málið fyrir Erni og hrekur hann sem mest af málinu.

 

editions: Skj Not in Skj;

sources

© Skaldic Project Academic Body, unless otherwise noted. Database structure and interface developed by Tarrin Wills. All users of material on this database are reminded that its content may be either subject to copyright restrictions or is the property of the custodians of linked databases that have given permission for members of the skaldic project to use their material for research purposes. Those users who have been given access to as yet unpublished material are further reminded that they may not use, publish or otherwise manipulate such material except with the express permission of the individual editor of the material in question and the General Editor of the volume in which the material is to be published. Applications for permission to use such material should be made in the first instance to the General Editor of the volume in question. All information that appears in the published volumes has been thoroughly reviewed. If you believe some information here is incorrect please contact Tarrin Wills with full details.

This is a backup server for skaldic.abdn.ac.uk. Any changes made here will be lost.